Heilbrigðisþjónusta

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 17:52:29 (4758)

2003-03-11 17:52:29# 128. lþ. 96.1 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv. 78/2003, HBl (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[17:52]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það frv. sem nú er verið að greiða atkvæði um er byggt á samkomulagi sem gert hefur verið milli ríkis og sveitarfélaga um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og var undirritað 4. desember sl. Í því samkomulagi er gert ráð fyrir að stjórnir sjúkrahúsa, eins og þær hafa verið, skuli ekki skipaðar. Ég er þeirrar skoðunar að rétt sé að í deildaskiptum sjúkrahúsum eins og á Akureyri, sem er háskólasjúkrahús, sé skipuð sérstök stjórn með skilgreindu hlutverki í samræmi við þá stöðu sem sjúkrahúsið hefur rétt eins og stjórn verður áfram yfir Landspítalanum -- háskólasjúkrahúsi.

Ég sé ekki ástæðu til að standa gegn því samkomulagi sem hér hefur verið gert en lýsi yfir þeim vilja mínum að ég tel rétt að sérstök stjórn sé yfir Sjúkrahúsinu á Akureyri eins og sérstök stjórn er yfir Landspítalanum.