Almannavarnir o.fl.

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 17:58:50 (4760)

2003-03-11 17:58:50# 128. lþ. 96.2 fundur 464. mál: #A almannavarnir o.fl.# (breyting ýmissa laga) frv. 44/2003, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[17:58]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Almannavarnir ríkisins hafa sinnt hlutverki sínu af stakri prýði undanfarna áratugi. Með þessu frv. er ætlunin að leggja Almannavarnir ríkisins niður. Almannavarnir hafa gegnt því hlutverki að vera nokkurs konar hattur fyrir alla sem koma að björgun og öðru slíku í almannavarnaástandi. Hér er ætlunin að leggja þessa stofnun niður og gera hana að deild hjá ríkislögreglustjóra. Verði frv. að lögum er ætlunin að fækka sérhæfðum starfsmönnum sem koma að þessu verkefni. Markmiðið er einnig að minnka um helming framlög til almannavarna í landinu og, virðulegi forseti, ég tel þetta algerlega óásættanlegt og segi því nei.