Almannavarnir o.fl.

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 17:59:50 (4761)

2003-03-11 17:59:50# 128. lþ. 96.2 fundur 464. mál: #A almannavarnir o.fl.# (breyting ýmissa laga) frv. 44/2003, ÞKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[17:59]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Með skýru hlutverki almannavarnaráðs og stjórnsýsluábyrgð ríkislögreglustjóra er verið að stytta boðleiðir og skerpa ábyrgð þeirra sem að almannavörnum koma. Þetta frv. eins og það liggur nú fyrir mun styrkja enn frekar almannavarnir í landinu og styðja m.a. uppbyggingu sameiginlegrar stjórnstöðvar leitar og björgunar. Þetta kom skýrlega fram, herra forseti, í máli m.a. forsvarsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar og reynslumikilla starfsmanna Almannavarna ríkisins. Hér gefst okkur, herra forseti, tækifæri til að efla öryggi landsmanna og því segi ég já.