Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 18:36:43 (4765)

2003-03-11 18:36:43# 128. lþ. 96.17 fundur 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál. 19/128, 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál. 20/128, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[18:36]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það mátti heyra á síðustu orðum hv. þm. að hann veit ekki um þær flýtiframkvæmdir sem nú er verið að ráðast í og verður við það að sitja. (GE: Jú ...) Ég var að segja að hv. þm. vissi ekki um þær sem er rétt.

Ég vil í annan stað segja við hv. þm. að það sem ég er að fara fram á hér er að Vegagerðin athugi veðurfar, vegstæði og annað sem lýtur að því hvort rétt og skynsamlegt sé að leggja þann veg sem ég hef gert að umtalsefni. Það er það sem ég er að tala um. Ég er þeirrar skoðunar að Alþingi og samgönguyfirvöld hafi ekki leyfi til þess að útiloka þessa leið fyrir fram, sérstaklega með það í huga að nú er mikið talað um að byggja upp veginn um Kjöl og Sprengisand. Ég vil benda hv. þm. á að leiðin til Akureyrar frá Reykjavík er styttri um Sprengisand en um Kjöl. Nú veit ég ekki hvort hv. þm. hafði gert sér grein fyrir því. (Gripið fram í.) Og að ekki færu menn þá um Húnavatnssýslur.

Ég vil líka benda hv. þm. á að það má auðvitað segja að það sé að fara byggðaleiðina að fara Þverárfjall. En sumir, sem eiga heima í Varmahlíð, hefðu haldið að það væri að fara byggðaleiðina að fara um Varmahlíð.