Hvalveiðar

Miðvikudaginn 12. mars 2003, kl. 11:35:24 (4844)

2003-03-12 11:35:24# 128. lþ. 97.4 fundur 467. mál: #A hvalveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 128. lþ.

[11:35]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Mér þykir heldur dragast úr hömlu að menn framfylgi þessari ályktun Alþingis sem samþykkt var og ég stóð í þeirri meiningu að ætti að framfylgja fyrir árslok árið 2000. Mér finnst þetta bera vott um hugleysi. Menn eru hræddir við áhrifin á markaðssetningu á fiski, menn eru hræddir við áhrifin á ferðamannaiðnað o.s.frv. Ég held að sá ótti sé ástæðulaus. Það er alveg hægt að sýna ferðamönnum bæði hvalskurð og lifandi hvali í sömu ferðinni og ég held að sögusagnir af áhrifum á sölu fisks í útlöndum séu orðum auknar. Ég skora á hæstv. sjútvrh. að bretta upp ermarnar og fara að taka upp þann sjálfsagða hlut að veiða hvali.