Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 14:22:25 (4927)

2003-03-13 14:22:25# 128. lþ. 99.5 fundur 404. mál: #A vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (sala á rjúpu o.fl.) frv. 60/2003, umhvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 128. lþ.

[14:22]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Ég hefði helst kosið að sölubanni á rjúpu hefði verið haldið inni eins og fólst í upphaflegu frv. Ég hef verið í samráði við umhvn. og hún er einhuga um að það sé vænlegra til árangurs að stytta veiðitímabilið enn frekar. Aðalatriðið er að vernda rjúpnastofninn. Það er hægt með margvíslegum aðgerðum. Með því að umhvn. beinir því sérstaklega til ráðherra að skoða styttingu tímabilsins frekar þá tel ég að við getum náð því að vernda rjúpnastofninn. Ég treysti mér því til að styðja málið og segi já.