Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 14:29:29 (4930)

2003-03-13 14:29:29# 128. lþ. 99.11 fundur 671. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# (stækkun, skattlagning) frv. 85/2003, ÁSJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 128. lþ.

[14:29]

Árni Steinar Jóhannsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Álver Norðuráls á Grundartanga hefur þegar heimild til stækkunar upp í 180 þús. tonn. Við hjá Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði getum ekki stutt frv. um að fyrirtækið fái heimild til þess að stækka í 300 þús. tonn, aðallega vegna þess að forsendur slíkrar stækkunar eru ekki fyrir hendi. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma hefur ekki litið dagsins ljós en hún er algjör forsenda þess að hægt sé að taka ákvarðanir um stækkun fyrirtækisins og annarra fyrirtækja í framhaldi af því. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að hafa yfirlit yfir orkuauðlindir sínar og meta á grunni þeirrar úttektar hvernig með skuli fara og hvernig skuli nýta. Þess vegna greiðum við atkvæði á móti þessu frv., virðulegi forseti.