Fyrirspurn um starfslokasamninga hjá Byggðastofnun

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 20:15:26 (4974)

2003-03-13 20:15:26# 128. lþ. 100.91 fundur 503#B fyrirspurn um starfslokasamninga hjá Byggðastofnun# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[20:15]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil af þessu tilefni taka fram að ég hef ekki í höndum gögn um að þessi fyrirspurn sem hér er rætt um hafi verið dregin til baka né að henni sé breytt. Fyrirspurnin liggur fyrir hér á þskj. og hæstv. ráðherra ber að svara fyrirspurninni eins og hún liggur fyrir á þskj. en ekki einhvern veginn öðruvísi.

Ég vil af þessum orðaskiptum líka taka fram að í 6. mgr. 49. gr. þingskapa stendur:

,,Ef óskað er skriflegs svars sendir ráðherra forseta það að jafnaði eigi síðar en tíu virkum dögum eftir að fyrirspurn var leyfð. Forseti sendir fyrirspyrjanda svarið`` o.s.frv. Það er því rétt sem hæstv. ráðherra segir um það efni að fyrirspurnin var lögð fram 4. mars og þá ber að telja tíu virka daga.