Breyting á IX. viðauka við EES-samninginn

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 20:33:30 (4987)

2003-03-13 20:33:30# 128. lþ. 100.5 fundur 639. mál: #A breyting á IX. viðauka við EES-samninginn# (gjaldþol tryggingafyrirtækja) þál. 25/128, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[20:33]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti utanrmn. um till. til þál. um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2002 og 165/2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

Meginmarkmið þeirra tilskipana sem hér er verið að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af eru breytingar á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga en það felur m.a. í sér að lágmarksfjárhæðir gjaldþols eru hækkaðar verulega miðað við gildandi íslenskan rétt og taka þarf inn bein ákvæði um matsheimildir eftirlitsstjórnvalda og skyldu þeirra til afskipta af málum telji þau réttindum vátryggingartaka stefnt í hættu. Þá verða kröfur vegna tiltekinna skilgreindra aðstæðna auknar í einhverjum tilfellum.

Viðskiptaráðherra lagði fram lagafrumvarp þessa efnis á haustþingi sem var afgreitt sem lög frá Alþingi hinn 10. mars sl.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.