Breyting á IX. viðauka við EES-samninginn

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 20:36:17 (4989)

2003-03-13 20:36:17# 128. lþ. 100.7 fundur 664. mál: #A breyting á IX. viðauka við EES-samninginn# (lánastofnanir) þál. 27/128, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[20:36]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

Megintilgangur þeirrar tilskipunar sem hér er verið að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af er að tryggja gagnkvæma viðurkenningu á aðgerðum ríkja Evrópska efnahagssvæðisins og samvinnu varðandi endurskipulagningu fjárhags og slit lánastofnana og vissa lágmarkssamræmingu landsreglna um þessi atriði.

Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti mun stefnt að því að leggja fram frumvarp til nauðsynlegra lagabreytinga á 130. löggjafarþingi, en undirbúningur að innleiðingu tilskipunarinnar er nýlega hafinn.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.