Breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 20:37:42 (4990)

2003-03-13 20:37:42# 128. lþ. 100.8 fundur 665. mál: #A breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn# (fylgiréttur höfunda) þál. 28/128, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[20:37]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 171/2002, um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn.

Megintilgangur þeirrar tilskipunar sem hér er verið að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af er að samræma reglur um gjald til höfunda vegna endursölu listaverka í atvinnuskyni. Samkvæmt gildandi lögum miðast gjald til höfunda við 10% af söluverði verkanna. Innleiðing tilskipunarinnar mun hafa þau áhrif að endursölugjald lækkar og mun almennt verða í kringum 5%.

Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og þurfa nauðsynlegar breytingar að hafa verið gerðar fyrir 1. janúar 2006.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.