Stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 21:28:00 (5005)

2003-03-13 21:28:00# 128. lþ. 100.33 fundur 648. mál: #A stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins# (sala á eignarhluta ríkissjóðs) frv. 62/2003, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[21:28]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Eins og kom fram hjá formanni iðnn. skrifum við fulltrúar Samfylkingarinnar upp á þetta álit meiri hluta nefndarinnar. Við gerðum það satt að segja, herra forseti, vegna þess að við héldum að málið væri hér í þinglegri meðferð. Síðan kemur í ljós að búið er að auglýsa þessa verksmiðju til sölu þannig að ég fer að velta fyrir mér til hvers þetta leikrit er sett upp. Af hverju er verið að fjalla um málið? Af hverju er verið að taka það hér til 2. umr. þegar búið er að auglýsa verksmiðjuna og farið að fjalla um hana eins og hún sé þegar komin í sölumeðferð? Ég mundi gjarnan vilja fá skýringar á þessu, herra forseti.