Stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 21:28:51 (5006)

2003-03-13 21:28:51# 128. lþ. 100.33 fundur 648. mál: #A stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins# (sala á eignarhluta ríkissjóðs) frv. 62/2003, Frsm. meiri hluta HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[21:28]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Spurningunni er beint til formanns iðnn. Sú auglýsing sem vitnað er til er ekki á hans vegum. Ég get í sjálfu sér tekið undir það að það er ekki heppilegt að auglýsa Sementsverksmiðjuna til sölu meðan málið er hér til efnislegrar meðferðar, áður en það er afgreitt. En ég vil árétta að nefndin --- meiri hluti nefndarinnar --- með einni undantekningu líklega, stendur einhuga að því markmiði að selja hlutabréf ríkisins. Það má því taka undir þessa gagnrýni. Þessi auglýsing er að sjálfsögðu ekki á vegum nefnda þingsins.