Stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 21:29:38 (5007)

2003-03-13 21:29:38# 128. lþ. 100.33 fundur 648. mál: #A stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins# (sala á eignarhluta ríkissjóðs) frv. 62/2003, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[21:29]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er mikið rétt. Ég þykist vita að formaður iðnn. stóð ekki fyrir þessari auglýsingu. Ég vænti þess þá að hæstv. ráðherra komi hér í stólinn og útskýri fyrir þingheimi af hverju málsmeðferðin er þessi, af hverju svo mikið liggi á að áður en málið er komið til 2. umr. er búið að auglýsa verksmiðjuna. Það er eiginlega lágmark í rauninni að þingmenn fái að afgreiða málin hér áður en farið er að vinna með þau með þessum hætti. Eins og ég segi vænti ég þess að hæstv. ráðherra komi og geri grein fyrir þessu. Hún hlýtur að bera ábyrgð á þessu.

(Forseti (HBl): Hæstv. ráðherra hefur ekki kvatt sér hljóðs til að veita andsvar við ræðu hv. 10. þm. Reykn. og getur ekki komið inn í ...)

Hún getur náttúrlega fengið orðið, herra forseti.

(Forseti (HBl): Ég vil biðja hv. þm. að grípa ekki fram í fyrir forseta.)