Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 23:55:10 (5033)

2003-03-13 23:55:10# 128. lþ. 100.37 fundur 636. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðjöfnun við útflutning) frv. 82/2003, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[23:55]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar. Mér heyrist að hér sé um það að ræða að landbúnaðarvörur séu notaðar í iðnaði, hvort sem það er sælgætisiðnaður eða fiskiðnaður. Það vekur athygli að mál sem þetta skuli heyra undir landbn. Það er spurning í rauninni hvort þessi mál hefðu ekki frekar átt erindi til annarra nefnda þingsins en landbn. Ég vil spyrja framsögumann nefndarinnar hvort fleiri dæmi séu um mál af þessu tagi sem komi til landbn. þar sem e.t.v. gæti hafa leikið vafi á því hvort málið eigi heima í landbn. og hvort við séum ekki hér með kannski rétt eitt dæmið um skörun á milli nefnda í þinginu sem ætti að verða okkur hvatning til þess að endurskoða reglugerðina um Stjórnarráðið eins og hæstv. forsrh. var reyndar búinn að segja hér að yrði gert fyrir lok kjörtímabilsins til þess að ljósara væri hvar mál ætti heima og að skörun eins og við þekkjum væri ekki jafnmikil á milli ráðuneyta og ég tala nú ekki um þá starfsnefnda þingsins.

(Forseti (HBl): Ég vil vekja athygli hv. þm. á því að hún kvaddi sér hljóðs til þess að veita andsvar við ræðu hv. 1. þm. Suðurl.)