Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 23:58:43 (5035)

2003-03-13 23:58:43# 128. lþ. 100.39 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv. 78/2003, SJS
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[23:58]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að í þessu máli sem er hér til 3. umr. eru fluttar breytingartillögur. Ég held að það sé sanngjarnt að þeir hv. þm. sem standa að þeim breytingartillögum hafi tækifæri til að mæla fyrir þeim. Alla vega háttar svo til að fulltrúi okkar í heilbrn., hv. þm. Þuríður Backman, er hér með brtt. sem ég veit að hún hefur áhuga á að mæla fyrir. Hún er hér á næstu grösum. Reyndar þykist ég hafa ástæðu til að ætla að virðulegur forseti hafi einnig mikinn áhuga á því að mælt verði fyrir þessari brtt. því hún varðar það að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóti sama réttar og hafi sömu stjórnskipulegu stöðu og Landspítalinn -- háskólasjúkrahús, þ.e. að þar verði þá jafnframt stjórn með sama hætti og er á Landspítalanum -- háskólasjúkrahúsi. Ég óska þess vegna eftir því, herra forseti, að tóm gefist til að mæla fyrir þessari brtt. --- Nú sé ég að hv. þm. Þuríður Backman er gengin í salinn þannig að ég geri ráð fyrir því að henni sé ekkert að vanbúnaði að mæla fyrir tillögunni, herra forseti.