Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 11:31:03 (5083)

2003-03-14 11:31:03# 128. lþ. 101.18 fundur 610. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (lækkun gjalds) frv. 19/2003, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[11:31]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Í frumvarpinu er lögð til lækkun vörugjalds af nokkrum flokkum ökutækja.

Nefndin leggur til eina breytingu á frumvarpinu. Lögð er til lækkun vörugjalds í 13% af fólksbifreiðum og öðrum vélknúnum ökutækjum 40 ára og eldri. Þessar bifreiðar falla nú í sama flokk og aðrar fólksbifreiðar til almennra nota þar sem vörugjaldshlutfallið er 30% eða 45% eftir sprengirými aflvélar. Nefndin telur eðlilegt, með hliðsjón af takmarkaðri notkun slíkra fornbifreiða og menningarlegs tilgangs þeirra, m.a. með tilkomu bílasafna víða um land, að eðlilegt sé að innheimt séu af þeim lægri vörugjöld en almennt gerist.

Hv. þm. Árni R. Árnason og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en undir álitið skrifa hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, formaður og og framsögumaður, Kristinn H. Gunnarsson, Gunnar Birgisson, Hjálmar Árnason, Adolf H. Berndsen og Jón Bjarnason. Jóhann Ársælsson skrifar undir álitið með fyrirvara.