Kjaradómur og kjaranefnd

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 11:37:35 (5087)

2003-03-14 11:37:35# 128. lþ. 101.20 fundur 683. mál: #A Kjaradómur og kjaranefnd# (heilsugæslulæknar) frv. 71/2003, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[11:37]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992, með síðari breytingum.

Með frumvarpinu er lagt til að ákvörðun um laun og launakjör heilsugæslulækna verði tekin undan kjaranefnd. Breytingin er lögð til að beiðni Félags íslenskra heimilislækna. Jafnframt er lagt til í ákvæði til bráðabirgða að úrskurður kjaranefndar frá 15. október 2002 gildi þar til núgildandi kjarasamningur milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands, dags. 2. maí 2002, fellur úr gildi með nánar tilgreindum hætti.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nál. rita hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, formaður og framsögumaður, Kristinn H. Gunnarsson, Gunnar Birgisson, Adolf H. Berndsen, Össur Skarphéðinsson, Jóhann Ársælsson og Jón Bjarnason. Hv. þm. Árni R. Árnason og Hjálmar Árnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.