Raforkuver

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 16:08:26 (5116)

2003-03-14 16:08:26# 128. lþ. 101.14 fundur 670. mál: #A raforkuver# (Norðlingaölduveita, Nesjavallavirkjun og Hitaveita Suðurnesja) frv. 67/2003, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[16:08]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað á ég erfitt með að koma hér inn á og hafa skoðun á tveggja manna tali (Gripið fram í: Það vantar Illuga.) þannig að ég vitna bara í það sem kemur fram hér í fskj. III aftur, þar sem stendur að vatnsborð Norðlingaöldulóns verði lækkað þannig að allt lónið verði utan friðlandsins.

Auk þess finnst mér mikilvægt það sem kemur fram í nál. hv. iðnn. þar sem ítrekað er það samráð sem skuli haft, bæði við heimamenn, sveitarfélögin, Umhverfisstofnun og Landsvirkjun. Mér finnst þetta vera í ákveðnum farvegi og eigi að vera nokkuð skýrt. Þarna er svigrúm en það sem er regla númer eitt, tvö og þrjú er að friðlandið verður ekki skert.