Fjáraukalög 2003

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 20:14:40 (5151)

2003-03-14 20:14:40# 128. lþ. 101.17 fundur 653. mál: #A fjáraukalög 2003# (aðgerðir í atvinnu- og byggðamálum) frv. 58/2003, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[20:14]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Til að hv. þm. velkist ekki í vafa um það þá er afstaða mín til þeirra stóriðjuframkvæmda sem fyrirhugaðar eru fyrir austan og annars staðar alveg ljós. Ég tel að slíkar sértækar aðgerðir séu ekki liður í lausn fyrir almennt atvinnulíf eða uppbyggingu atvinnulífs í landinu, fjarri því.

Hins vegar tel ég einmitt mikilvægt að styrkja grunnþætti atvinnulífsins og búsetuna, t.d. samgöngurnar. Þetta er í sjálfu sér ekki nein rosaupphæð sem um ræðir. Í ljósi þarfanna og verkefnanna hefði þessi upphæð getað verið miklu hærri og skilað sér vel. Það er þó fagnaðarefni að fjármunum til vegagerðar skuli m.a. að stórum hluta ráðstafað til Vestfjarða og á Norðausturland. Þar verður brýnum vegaframkvæmdum flýtt. Þó er hraðinn ekki nærri því nægur og hefði þurft að gera enn stærra átak af þessum ástæðum á Vestfjörðum og Norðausturlandi til að þar komi vel uppbyggðir vegir með bundnu slitlagi um byggðirnar.

Ég vildi taka þetta fram hér, herra forseti. Þess vegna lagði ég áherslu á, þegar verið er að horfa til að styrkja atvinnulíf, byggð og búsetu, að það eigi að horfa til grunnþáttanna og þess vegna nefndi ég Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Þar eru menn að skera niður samtímis því að ríkisstjórnin talar um að setja fjármagn til þess að efla byggð og atvinnu.