Fjáraukalög 2003

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 20:21:25 (5155)

2003-03-14 20:21:25# 128. lþ. 101.17 fundur 653. mál: #A fjáraukalög 2003# (aðgerðir í atvinnu- og byggðamálum) frv. 58/2003, Forseti ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[20:21]

Forseti (Árni Steinar Jóhannsson):

Forseti setti ekki þá hv. þingmenn sem ekki voru í húsinu á mælendaskrá. Það er viðtekin venja að menn kveðji sér hljóðs í þingsal og biðji um orðið en ekki að send séu skilaboð utan úr bæ. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem sá forseti sem hér stendur hefur neitað hv. þingmönnum um að komast á mælendaskrá sem senda skilaboð um þá ósk símleiðis. Alls ekki. Ég er minnugur þriggja til fjögurra tilfella áður þannig að ég tel ekki að hér sé um einstakt dæmi að ræða. (KLM: Í hvaða grein þingskapa ...?) Ég skil það svo á hv. þingmanni að hann hafi beðið aðra forseta sem voru í forsetastóli um hið sama og þeir hafi neitað því en bendi jafnframt á að þegar hv. þm. mætti í salinn seinna um daginn og kvaddi sér hljóð var hann strax settur á mælendaskrá.