Raforkulög

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 23:44:32 (5186)

2003-03-14 23:44:32# 128. lþ. 102.21 fundur 462. mál: #A raforkulög# (heildarlög, EES-reglur) frv. 65/2003, 463. mál: #A breyting á ýmsum lögum á orkusviði# frv. 64/2003, Frsm. meiri hluta HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 128. lþ.

[23:44]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir brtt. við frv. til raforkulaga eins og það lítur út núna. Brtt. er í tveimur liðum. Annars vegar er um að ræða málsfarslega lagfæringu þar sem ein tilvísunarsetning er færð á réttan stað. Hins vegar, þ.e. 2. töluliður, er um að ræða breytingu á bráðabirgðaákvæði VII, en það ákvæði fjallar um hina stóru og öflugu nefnd sem á að taka til skoðunar hin þekktu, umdeildu atriði sem ekki hefur náðst kannski full samstaða um. Að þeirri nefnd eiga að koma auk fulltrúa þingflokkanna, fulltrúar Neytendasamtakanna, Alþýðusambandsins og annarra. En við nánari athugun þótti rétt að fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem næstfjölmennustu launþegasamtakanna ætti aðild að þessari nefnd og gengur síðari liðurinn út á það að fulltrúi þeirra bætist við í nefndina.