Krafa um dreifða eignaraðild við sölu á hlut ríkisins í ríkisbönkunum

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 11:08:05 (41)

2002-10-03 11:08:05# 128. lþ. 3.94 fundur 133#B krafa um dreifða eignaraðild við sölu á hlut ríkisins í ríkisbönkunum# (umræður utan dagskrár), viðskrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[11:08]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mér er ekki ljúft að koma hér upp og kvarta. En af því að við erum að hefja þingstörf vetrarins þá finnst mér mikilvægt að það sé þannig þegar ræðumaður stendur hér og heldur ræðu að hann hafi nokkurn veginn frið til þess. Eins og þetta var áðan þá voru um það bil fimm þingmenn að gjamma úti í sal og það er mjög óþægilegt. Ég veit að hv. þingmönnum hefur eflaust liðið illa undir ræðu minni, en það er þá bara þannig. En þeir verða að hemja sig. Þeir verða að hemja sig. Þessu vildi ég koma á framfæri, hæstv. forseti.