Matvælaverð á Íslandi

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 12:45:10 (76)

2002-10-03 12:45:10# 128. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A matvælaverð á Íslandi# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[12:45]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt þeirri vísitölu sem hér liggur fyrir hefur verð á matvælum á Norðurlöndum hækkað um 33% síðan 1990. Á þessum tíma hefur orðið mjög mikil hringamyndun í smásölu á matvælum hér á landi og margt bendir til að það sem kallað er lágvöruverslun hafi e.t.v. skilað þvílíkum arði að maður geti ekki notað forskeytið ,,lág-`` í því sambandi.