Matvælaverð á Íslandi

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 12:52:39 (82)

2002-10-03 12:52:39# 128. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A matvælaverð á Íslandi# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[12:52]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta er nú hálfbrosleg ástæða. Flugfélag Norðurlands flaug að vísu til Grænlands og Grímseyjar, Raufarhafnar, Vopnafjarðar, Þórshafnar og reyndi að halda uppi flugi til Ísafjarðar og Egilsstaða frá Akureyri og kom hvergi nærri þeim leiðum sem Flugleiðir og Íslandsflug voru að keppa á. Því er ekki hægt að líkja þessu litla flugfélagi við Hagkaup. Mér finnst það hálfbrosleg. Þeir áttu litlar flugvélar og smáar. Stærstu rörin tóku 19 farþega þannig að þessi samanburður stenst ekki.

Að vísu gleymdi ég því að þeir flugu stundum til Húsavíkur í umboði Flugleiða. En Flugfélag Norðurlands var auðvitað ekki neinn raunverulegur samkeppnisaðili við Íslandsflug og Flugleiðir á þessum tíma.