Matvælaverð á Íslandi

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 12:58:04 (88)

2002-10-03 12:58:04# 128. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A matvælaverð á Íslandi# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[12:58]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að Samkeppnisstofnun eigi ekki að eyða tíma sínum í skýrslugerð heldur vinna að því að athuga hvort allt sé með felldu í sambandi við þróun á smásöluverði í matvöru. Það hefur komið fram í ræðum þingmanna sem talað hafa að þeir ætlast til þess að stjórnvöld aðhafist eitthvað í málinu og hafa varpað sök á stjórnvöld.

Tæki stjórnvalda til að fylgjast með því að samkeppni sé eðlileg og verðlag eðlilegt í fákeppni er Samkeppnisstofnun og þess vegna beinast ummæli þingmanna að starfsemi þeirrar stofnunar. Þess er að vænta að þeir sem bera ábyrgð á rekstri hennar taki tillit til þeirra óska sem héðan koma og ég vil segja að séu einróma.