Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 10:34:34 (112)

2002-10-04 10:34:34# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[10:34]

Forseti (Halldór Blöndal):

Samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar sem verður með sama hætti og á síðasta þingi. Ræðutími verður sem hér segir: Ráðherra hefur 35 mínútur í framsöguræðu sinni, síðan 15 mínútur og í þriðja lagi 10 mínútur. Talsmenn flokka hafa 20 mínútur í fyrstu umferð, síðan 10 mínútur og 10 mínútur. Aðrir þingmenn hafa 10 mínútur tvívegis. Með talsmönnum er átt við fyrsta ræðumann þingflokka í umræðunni. Andsvör verða leyfð frá upphafi umræðunnar, þó þannig að í fyrstu umferð verður aðeins talsmönnum þingflokka og fjmrh. heimilt að veita andsvör. Gert er ráð fyrir að umræðunni ljúki í dag eða kvöld eftir atvikum.