Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:45:34 (144)

2002-10-04 13:45:34# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:45]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er lítið hægt að segja á einni mínútu um þennan stóra málaflokk en það er staðreynd að sérfræðingarnir hafa haft greiðan aðgang að ríkissjóði, nánast opinn krana, og á því hefur ekki verið tekið. Heilsugæslan hefur koðnað niður og ekki hefur verið tekið á vanda hennar sem er ærinn og við sjáum öll.

Varðandi hjúkrunarheimilin var öldruðum Reykvíkingum gefið loforð á vordögum um að sá brýni vandi sem er í hjúkrunarmálum á höfuðborgarsvæðinu yrði leystur. Ég mótmæli því að slíkt loforð verði saltað í nefnd. Ég trúi ekki öðru en að hæstv. ráðherra standi við þá viljayfirlýsingu sem hann undirritaði ásamt borgarstjóranum í Reykjavík á vordögum og sjái til þess að hinn brýni vandi sem ríkir í hjúkrunarmálum á höfuðborgarsvæðinu verði leystur.