Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:46:38 (145)

2002-10-04 13:46:38# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:46]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Aldrei hefur staðið neitt annað til en að standa við uppbyggingu hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með það mál í vinnslu.

Varðandi heilsugæsluna vil ég taka fram að fastlaunakerfinu í heilsugæslunni var komið á árið 1996 samkvæmt tillögum sem forustumaður heimilislækna þá, Gunnar Ingi Gunnarsson heimilislæknir í Árbæ, mótaði á sínum tíma. Það kerfi hefur ekki reynst nógu vel, a.m.k. ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur reynst vel úti á landi. Við höfum lýst vilja okkar til að taka hér upp blandað kerfi. Þau mál eru nú í höndum kjaranefndar samkvæmt þeim lögum sem voru samþykkt þá. Ég á von á að kjaranefnd kveði upp úrskurð sinn innan mjög skamms tíma um það mál þannig að þar verða væntanlega breytingar.