Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:49:03 (147)

2002-10-04 13:49:03# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:49]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Starfsmannalögin sem samþykkt voru á sínum tíma voru mikil breyting á samningsgerðinni. Það voru gerðir miðlægir kjarasamningar. Síðan eru gerðir svokallaðir aðlögunarsamningar. Það er ekkert launungarmál að aðlögunarsamningarnir hafa reynst forstöðumönnum ýmissa stofnana erfiðir. Ég er því þeirrar skoðunar að það þurfi að styrkja þá samningagerð, styrkja þá í því vandasama hlutverki að standa frammi fyrir öflugum stéttum með gott kerfi. Ég vil ekki segja að við eigum að hverfa til baka eða þetta hafi mistekist. Við eigum að reyna að styrkja þessa framkvæmd í sessi.