Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:54:58 (152)

2002-10-04 13:54:58# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:54]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að hryggja hæstv. heilbrrh. með því að ég held að það sé alveg kýrskýrt að hæstv. forsrh. átti ekki við dvalar- og hjúkrunarheimili vegna þess að í þessu paragrafi sem ég vitnaði til er inngangurinn fyrst það sem við vorum að vinna í varðandi skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 1999 og þar er m.a. vitnað til Landspítala. Síðan segir hæstv. forsrh. orðrétt, með leyfi forseta, beint á eftir setningunni sem ég las áðan:

,,Ef litið er á samanlögð fjárframlög í fjárlögum til Landspítala og Borgarspítala árið 1997 og borið saman við framlög í fjárlögum 2002 þá hafa þau hækkað um 65--70%, það jafngildir 10--11% árlegri hækkun.``

Þarna tilgreinir hann sérstaklega Landspítala og Borgarspítala þannig að ég held að ekkert fari á milli mála hvað hæstv. heilbrrh. á við. Ég dreg því þá ályktun, herra forseti, að hæstv. forsrh. sé ekki sammála hæstv. forsrh.