Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 14:35:03 (167)

2002-10-04 14:35:03# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[14:35]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég kalla þá þingmenn sem hér eru til vitnis. Var ekki hæstv. fjmrh. að tala um mikilvægi þess að selja almannaeignir á raunvirði? Var hann ekki að tala um það? Og mikilvægi þess að selja þær á raunvirði og nota peningana til uppbyggingar. Var það ekki það sem hann var að tala um? Var ég ekki að svara því? Tók ég ekki dæmi af sölu ríkisstjórnarinnar á almannaeignum? Ég nefndi SR-mjöl. Ég nefndi Áburðarverksmiðjuna. Ég nefndi sölu á stórbyggingu hér handan við völlinn, Landssímahúsinu. Ég var að svara spurningum hæstv. fjmrh., ég veit ekki betur.