Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:28:12 (221)

2002-10-04 17:28:12# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:28]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Það var athyglisvert að hlýða á ræðu hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar, sérstaklega upphaf ræðunnar þar sem hann tók svolitla sveigju á leið sína og tilkynnti að hann væri hér aðallega að svara misvísandi gagnrýni frá forustu Samfylkingarinnar, en eyddi síðan nær öllum ræðutíma sínum í að skjóta á samstarfsflokk Framsfl. í ríkisstjórninni.

Herra forseti. Það er óhjákvæmilegt í framhaldi af þessari ræðu hv. þm. að spyrja hann hvaða skilning hann leggi í nokkrar setningar sem ég ætla að lesa fyrir hann:

,,Framlög til heilbrigðismála eru há hér á Íslandi miðað við önnur ríki, hvaða mælikvarði sem notaður er. ... Heilbrigðiskerfið er ekki hafið yfir gagnrýni og í raun óábyrgt að halda því fram að stórkostlega fjármuni vanti til heilbrigðismála.``

Og að lokum, herra forseti:

,,Það gengur ekki að ítrekað séu lagðir fram miklir fjármunir til að leysa rekstrarvanda sem skýtur svo aftur upp kollinum óðar en við er litið.``

Herra forseti. Það væri fróðlegt að fá að heyra hjá hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni hvaða skilning hann leggi í þessi orð sem viðhöfð eru um heilbrigðiskerfið á Íslandi.