Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:31:55 (223)

2002-10-04 17:31:55# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:31]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Það var athyglisvert að hv. þm. brást ekki við með því að segja mér hvernig hann skyldi þær tilvitnanir sem ég fór með en svaraði þeim hins vegar óbeint og á svipaðan hátt og ræða hans gekk út á líka, þ.e. með því að fara í allt aðra átt. Það var nú sagt í gamla daga að sumir væru að skamma Albaníu í staðinn fyrir aðra. Við könnumst við þessa leið.

En málið er ósköp skýrt. Auðvitað þarf að gera ákveðnar skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu eins og öllum öðrum kerfum ef það á að vera hægt að spara eitthvað. Hins vegar er líka ljóst að það vantar meiri fjármuni inn í kerfið. Ég held að við hv. þm. séum nokkuð sammála um það. Hann nefndi einmitt dæmi sem ég ætlaði að koma með varðandi sérfræðingana og þá þróun sem þar hefur átt sér stað.

Herra forseti. Ég held að ég verði að endurtaka spurningu mína frá því áðan. Ég ætlast til þess að hv. þm. segi mér hvernig hann skilji þau orð sem ég las hér úr nýfluttri ræðu úr þessum stóli.