Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 18:31:24 (241)

2002-10-04 18:31:24# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[18:31]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég treysti þeim sem taka ákvarðanir fyrir hönd heimilanna til að sjá fótum sínum forráð. Það er ákvörðun hvers og eins hvort hann tekur lán og hann gerir það væntanlega á grundvelli þess hvernig hann metur aflahorfur sínar og endurgreiðslumöguleika. Við sjáum það núna, eins og ég gat um fyrr í dag, að þjóðhagslegur sparnaður er að aukast og það er væntanlega vegna þess að fólk er meira að spara. Fólk sparar meira. Ég hef því ekki þær sömu áhyggjur af þessum tölum og ýmsir aðrir virðast hafa. En auðvitað er ég ekki endanlegur dómari í því efni.

Ég vil svo taka það fram út af fyrri hluta andsvarsins að það er sjálfsagt að taka saman allar þær upplýsingar sem beðið er um varðandi þau gögn sem hér liggja frammi um fjárlagafrv. og koma þeim til fjárln.