Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 18:46:23 (254)

2002-10-04 18:46:23# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[18:46]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég hafði ekki aðstöðu til þess, vegna þess að tíma mínum var lokið í annarri ræðu minni, að segja allt sem ég vildi segja undir lokin. Ég ætla þá að gera það núna í þriðju ræðu minni. Það var reyndar ekki annað en að þakka þingmönnum fyrir ágætar umræður og endurtaka það sem áður var fram komið af minni hálfu um að ráðuneytið mun að sjálfsögðu veita allar tiltækar upplýsingar sem eftir er óskað í fjárln. Ég ítreka óskir mínar um gott samstarf við alla nefndarmenn, ekki bara meiri hlutann, á þeim vikum sem fram undan eru þar til frv. verður afgreitt.