Ættleiðingar

Mánudaginn 07. október 2002, kl. 15:24:55 (273)

2002-10-07 15:24:55# 128. lþ. 5.2 fundur 148#B ættleiðingar# (óundirbúin fsp.), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 128. lþ.

[15:24]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég beini fyrirspurn minni til hæstv. dómsmrh. Fyrirspurnin varðar ættleiðingu barna þegar annað foreldri hefur átt við veikindi að stríða en hefur náð sér eftir viðhlítandi meðferð. Fyrirspurn mín er eftirfarandi:

Er útilokað fyrir hjón að ættleiða barn ef annar aðilinn hefur einhvern tíma átt við alvarleg veikindi að stríða en hefur náð góðum bata en hinn aðilinn er hins vegar fullfrískur? Ef svo er, hver er ástæðan?