Matvælaverð á Íslandi

Mánudaginn 07. október 2002, kl. 15:51:46 (286)

2002-10-07 15:51:46# 128. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A matvælaverð á Íslandi# þál., KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 128. lþ.

[15:51]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir það með hv. þm. að verð til bænda hér á landi er í mörgum tilfellum mjög lágt og sérstaklega á kjötmarkaðnum, það er alveg ljóst. Og við hefðum gjarnan viljað sjá það verð endurspeglast úti á markaðnum til neytenda og það er svo sannarlega hlutur sem þarf að skoða í frekari athugun á þessu máli.

Ég vil endurtaka það að ég er hlynntur því að þessi mál verði skoðuð en ég vil að það verði fullkomlega gert á faglegan hátt og það verði gert með því að nýjustu tölur verði notaðar, sem eru tölur frá Eurostat árið 2001.