Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Landsbankans

Miðvikudaginn 09. október 2002, kl. 13:38:45 (376)

2002-10-09 13:38:45# 128. lþ. 7.91 fundur 158#B skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Landsbankans# (aths. um störf þingsins), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 128. lþ.

[13:38]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Mér finnst í raun óþarfi af hv. þingmanni að ítreka þá spurningu sem hann bar upp í fyrri ræðu sinni vegna þess að ég tel mig hafa svarað henni. Ég tel mikilvægt að þessi skýrsla liggi fyrir áður en Landsbankinn verður seldur og get endurtekið það að málið er ekki það langt komið í þeim viðræðum sem nú eru uppi að það séu nokkrar líkur á að svo verði. Og ef hv. þm. skilur ekkert nema já og nei er kannski best að ég segi bara beint út nei. Landsbankinn verður ekki seldur fyrr en skýrslan liggur fyrir og hv. þm. hefur fengið að stúdera hana vel.