Einkavæðingarnefnd

Miðvikudaginn 09. október 2002, kl. 14:48:52 (391)

2002-10-09 14:48:52# 128. lþ. 7.3 fundur 4. mál: #A einkavæðingarnefnd# þál., Flm. ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 128. lþ.

[14:48]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil hér í lokin, þar sem ég hef ekki tök á að taka þátt frekar í umræðunni, vekja athygli á því hvernig hæstv. ráðherrar í ríkisstjórninni koma að þessum málum. Hæstv. ráðherra svaraði hér andsvari og er ekkert nema gott um það að segja en hefur ekki vikið einu orði að því þingmáli og þeirri gagnrýni sem hér er til umræðu.

(Forseti (HBl: Ég vil vekja athygli hv. þingmanns á því að þetta er ekki um fundarstjórn forseta. Um störf þingsins er talað í upphafi þingfundar.)

Mér finnst ástæða til að þetta sé skráð í annála þingsins.