Alþjóðahvalveiðiráðið, Evrópuár öryrkja, rjúpnaveiðitíminn

Mánudaginn 14. október 2002, kl. 15:02:51 (480)

2002-10-14 15:02:51# 128. lþ. 9.91 fundur 170#B Alþjóðahvalveiðiráðið, Evrópuár öryrkja, rjúpnaveiðitíminn# (aths. um störf þingsins), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 128. lþ.

[15:02]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs til þess að segja hv. þingheimi frá því að Ísland var í dag viðurkennt sem aðili að Alþjóðahvalveiðiráðinu á ný með fyrirvara um bann við hvalveiðum. Atburðarásin var flókin og ýmislegt gekk á en í lokaatkvæðagreiðslunni greiddi Svíþjóð atkvæði með Íslandi og það reið baggamuninn. Það er mjög ánægjulegt að geta sagt frá þessari niðurstöðu.