Barnalög

Þriðjudaginn 15. október 2002, kl. 15:14:27 (548)

2002-10-15 15:14:27# 128. lþ. 10.3 fundur 180. mál: #A barnalög# (heildarlög) frv., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 128. lþ.

[15:14]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Það er einmitt þetta fyrst og fremst, við erum að tala þarna um lítinn hóp kvenna sem ekki getur feðrað börn sín og við þurfum kannski aðallega að huga að því þegar kemur að nefndaráliti. En auðvitað er annar hópur kvenna sem ekki hefur t.d. viljað feðra börn sín af því að þeir barnsfeður eru giftir. Ég hef nú sagt að ekki sé hægt að fela börnin, en númer eitt, tvö og þrjú eiga auðvitað allar konur að feðra börn sín. Aðalatriðið er að við höldum til haga að hjá sumum er það ekki hægt og með aðrar þarf að vinna þegar þær bæði vilja velja barnsföður eða vilja ekki gefa hann upp.