Barnalög

Þriðjudaginn 15. október 2002, kl. 15:44:23 (553)

2002-10-15 15:44:23# 128. lþ. 10.3 fundur 180. mál: #A barnalög# (heildarlög) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 128. lþ.

[15:44]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. talaði hér um rannsókn á reynslu af sameiginlegri forsjá og niðurstöðu þeirrar könnunar. Ég velti fyrir mér hvort gerð hafi verið könnun á því hvernig hin leiðin hafi reynst, þar sem menn eru ekki með sameiginlega forsjá. Hefur það verið kannað? Hvernig hefur foreldrum líkað sú leið? Eru til einhverjar niðurstöður um það hvernig foreldrum hefur líkað að vera ekki með sameiginlega forsjá? Hafa feður og mæður verið spurð að því? Eru einhverjar niðurstöður af því? Ég held að það þurfi að skoða það líka í því samhengi.

Ég tel mjög mikilvægt að allshn. skoði niðurstöður for\-sjárnefndar sem komst að þessari niðurstöðu, að meginreglan ætti að vera sameiginleg forsjá.

Svo óska ég eftir því, fyrst hv. þm., formaður allshn., er hér, að mín frv. verði einnig send til umsagnar til sömu aðila og stjórnarfrv., þær breytingar sem ég legg til í mínum frv. og við fáum einnig umsagnir um þær breytingar.