Reiknilíkan fyrir rekstur sýslumannsembætta

Miðvikudaginn 16. október 2002, kl. 14:02:17 (584)

2002-10-16 14:02:17# 128. lþ. 12.2 fundur 138. mál: #A reiknilíkan fyrir rekstur sýslumannsembætta# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., LB
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 128. lþ.

[14:02]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér fer fram fróðleg og mikilvæg umræða enda hafa flestir ef ekki allir áhyggjur af löggæslumálum í landinu.

Virðulegi forseti. En eitt fýsir mig að vita. Af því að hér er verið að ræða um reiknilíkön og annað slíkt, sem væntanlega verður þá einhvers konar forspá eða fyrirsögn um hvernig fjármunum verður eytt, þá væri gaman að fá svar við því frá hæstv. dómsmrh. hve margir lögreglumenn, um það bil, eigi að vera að baki tilteknum fjölda íbúa. Hvað telja menn eðlilegt? Þá fyndist mér ekki síður fróðlegt að hér yrði dregið fram reiknilíkanið sem liggur að baki fjárframlögum sem runnið hafa til ríkislögreglustjóra. Það væri dálítið spennandi að fá forskriftina að því reiknilíkani, virðulegi forseti.