Orkubú Vestfjarða

Miðvikudaginn 16. október 2002, kl. 15:38:06 (624)

2002-10-16 15:38:06# 128. lþ. 12.9 fundur 174. mál: #A Orkubú Vestfjarða# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 128. lþ.

[15:38]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Það var merkilegt, svarið hjá hæstv. ráðherra. Hún sagði einfaldlega að ekki væri hægt að svara því hver framtíðin yrði hjá orkubúinu á þessari stundu, málið væri viðkvæmt og það væri til skoðunar.

Áður hafa menn heyrt áhugann á því að sameina þessi þrjú fyrirtæki, þ.e. Orkubú Vestfjarða, Rarik og Norðurorku. Í því augnamiði hafa komið upp þær umræður að flytja yrði stjórnina á þessu sameinaða fyrirtæki til Norðurlands.

Ég verð að segja alveg eins og t.d. samfylkingarmenn á Seltjarnarnesi:

Ég treysti ekki ráðherranum fyrir bréfi á milli bæja í þessu máli.