Viðskiptahættir á matvælamarkaði

Miðvikudaginn 16. október 2002, kl. 15:58:47 (635)

2002-10-16 15:58:47# 128. lþ. 12.10 fundur 166. mál: #A viðskiptahættir á matvælamarkaði# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 128. lþ.

[15:58]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég hætti bara ekki að verða hissa á hv. þm. sem bar fram þessa fyrirspurn. Hann sagði að jákvæð áhrif í samkeppnisumhverfinu hefðu minnkað eftir að Samkeppnisstofnun kom til.

Ég verð að segja alveg eins og er, að mér finnst þetta bara allt of langt gengið. (HBl: Þetta voru orð Samkeppnisstofnunar en ekki mín.) Ég verð að segja það að (HBl: Þetta voru orð Samkeppnisstofnunar.) mér finnst að hv. þm. ætti að gæta betur orða sinna þegar hann fjallar um þessa stofnun. Hann hefur ekki gert það fram að þessu. (LB: Víta hann.) Ég hef að vísu ekki aðstöðu til að víta hann með öðru en að segja þetta: Mér finnst að hv. þm. ætti að endurskoða afstöðu sína til Samkeppnisstofnunar og skoða hvað hún hefur verið að gera á undanförnum árum. Þá mun hann átta sig á því að þetta er afar mikilvæg stofnun sem ber að styðja og styrkja hér á Alþingi á allan hátt.