Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 17. október 2002, kl. 10:33:09 (644)

2002-10-17 10:33:09# 128. lþ. 13.93 fundur 178#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 128. lþ.

[10:33]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Forseti vill láta þess getið að kl. 12.30 fer fram umræða utan dagskrár um stöðu löggæslumála frá Höfn til Keflavíkur. Málshefjandi er hv. þm. Margrét Frímannsdóttir. Hæstv. dómsmrh. verður til andsvara.

Þá vill forseti geta þess að umræða utan dagskrár, sem áformuð var kl. 1.30, um vændi, verður ekki vegna veikinda málshefjanda. Þess í stað verður umræða utan dagskrár á sama tíma, kl. 1.30, um afstöðu íslenskra stjórnvalda til mögulegra hernaðaraðgerða í Írak. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon en hæstv. forsrh. verður til andsvara.