Lagaákvæði er varða samgönguáætlun o.fl.

Fimmtudaginn 17. október 2002, kl. 10:36:06 (646)

2002-10-17 10:36:06# 128. lþ. 13.2 fundur 182. mál: #A lagaákvæði er varða samgönguáætlun o.fl.# (gildistaka laganna) frv., JB
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 128. lþ.

[10:36]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Í þessu máli sem hv. formaður samgn. mælir hér fyrir, um að lögin sem tengdust samgönguáætlun sl. vor hvað snertir flugráð taki gildi nú þegar, er í sjálfu sér verið að leiðrétta viss mistök við lagasetninguna í vor þegar ekki var tekið tillit til þess að skipunartími flugráðs var þá u.þ.b. að renna út. Flugráð hefur því starfað í sumar án þess að eiga sér beina lagastoð.

Ég sit í minni hluta samgn. og sé ekki ástæðu til að hindra framgang þessa frv. sem meiri hlutinn leggur fram. Þessi gjörningur allur, bæði mistökin og leiðréttingin, er hins vegar á ábyrgð meiri hluta samgn. og þess vegna stend ég ekki að þessum tillöguflutningi en tel að öðru leyti eðlilegt að þetta mál fái eðlilegan framgang.