Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 29. október 2002, kl. 13:32:48 (719)

2002-10-29 13:32:48# 128. lþ. 15.92 fundur 187#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 128. lþ.

[13:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess vegna dagskrár fundarins í dag að klukkan 4 verður settur nýr fundur svo að unnt verði að afgreiða 7. dagskrármálið, þ.e. alþjóðasamning um verndun túnfiska í Atlantshafi sem er að finna á þskj. 247.

Enn fremur vill forseti geta þess að 12. mál á dagskrá, hvalveiðar, er tekið út af dagskrá.