Alþjóðasamningur um verndun túnfiska í Atlantshafi

Þriðjudaginn 29. október 2002, kl. 13:58:51 (727)

2002-10-29 13:58:51# 128. lþ. 15.7 fundur 243. mál: #A alþjóðasamningur um verndun túnfiska í Atlantshafi# þál., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 128. lþ.

[13:58]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég gleðst yfir stuðningi hv. þingmanns hvað þetta mál varðar en ég varaði mig ekki á því hve heitt honum var í hamsi sem er nú af einhverjum öðrum ástæðum. En það er gott að fá stuðning við málið og finna hvað þingmenn taka undir mikilvægi þess. Og það má líka segja hæstv. sjútvrh. til varnar að kerfi embættismanna, bæði í sjútvrn. og utanrrn., hefur um margra vikna skeið verið dálítið upptekið við að sækja rétt okkar og bæta stöðuna hvað hvalveiðar varðar. (GAK: Með hraða snigilsins.) Miklum tíma hefur verið varið í það mál og ákveðinn árangur náðst í því, hv. þingmaður, sem ég hygg að svona hér um bil allt þingið lýsi fögnuði yfir.

En ég þakka þennan stuðning og þessa niðurstöðu úr ágætri ræðu hv. þingmanns.